Segir Ísland ekki mega borga fyrir Icesave

Icesave-lögunum mótmælt.
Icesave-lögunum mótmælt. mbl.is/Kristinn

Norsk­ur lög­fræðipró­fess­or, Peter Øre­bech, seg­ir í grein í blaðinu í dag að það væri brot á lög­um Evr­ópu­sam­bands­ins, til­skip­un 94/​19, um inni­stæðutrygg­inga­kerfi fjár­mála­stofn­ana í aðild­ar­ríkj­un­um ef þjóðríki væri látið ábyrgj­ast greiðslurn­ar. Fram­lög í sjóðinn koma frá einka­rekn­um fjár­mála­stofn­un­um.

Hann er ósam­mála Eft­ir­lits­nefnd Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins (ESA) og seg­ir að hvorki ís­lenska rík­is­stjórn­in né ís­lenska þjóðin eigi að borga fyr­ir Ices­a­ve-hrunið.

Øre­bech bend­ir á að í lög­un­um sé sagt að inni­stæðutrygg­inga­kerfi í hverju aðild­ar­ríki skuli bera ábyrgð á allt að 20.000 evr­um, mik­il­vægt sé að vekja at­hygli á orðunum allt að. „Fjár­hæðin er ekki, eins og ESA held­ur fram, lág­marks­fjár­hæð sem beri að ábyrgj­ast. Um er að ræða há­mark.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert