Ríkið ber ekki ábyrgð

Icesave
Icesave

Í minn­is­blaði sem lög­fræðing­ar unnu fyr­ir efna­hags- og viðskiptaráðuneytið og kynntu viðskipta­nefnd Alþing­is í gær kem­ur fram að sam­kvæmt lög­um beri ríkið enga ábyrgð á skuld­bind­ing­um Trygg­ing­ar­sjóðs inn­stæðueig­enda og fjár­festa.

Trygg­ing­ar­sjóðnum er m.a. ætlað að tryggja Bret­um og Hol­lend­ing­um greiðslu á Ices­a­ve-reikn­ing­un­um en flest­ar fjár­mála­stofn­an­ir greiða í sjóðinn, sem á að verja inn­stæðueig­end­ur fyr­ir fjár­hags­leg­um skaða ef fjár­mála­stofn­un hryn­ur líkt og Lands­bank­inn, sem átti Ices­a­ve, gerði haustið 2008.

Það vek­ur at­hygli að lög­fræðing­ur­inn sem samdi álitið var áður stjórn­ar­formaður sjóðsins og ráðuneyt­is­stjóri viðskiptaráðuneyt­is­ins, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Lilja Móses­dótt­ir, formaður viðskipta­nefnd­ar Alþing­is, seg­ir að túlka megi minn­is­blaðið á þann hátt að and­stæðing­ar Ices­a­ve-samn­ings­ins sem gerður var á síðasta ári hafi haft rétt fyr­ir sér.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert