Kafað eftir morðvopni

mbl.is/Júlíus

Kafarar á vegum sérsveitar ríkislögreglustjóra hafa í gær og dag kafað í smábátahöfninni í Hafnarfirði í leit að hníf, sem notaður var til að ráða Hannes Þór Helgason af dögum 15. ágúst sl.

Lögreglan hélt nú undir kvöld blaðamannafund þar sem fram kom að 23 ára gamall karlmaður, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fyrir viku vegna morðrannsóknarinnar, hefði játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana.

Kafarar að störfum í smábátahöfninni í Hafnarfirði.
Kafarar að störfum í smábátahöfninni í Hafnarfirði. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert