Hvers konar klúbbur er þetta?

Ólafur Ragnar Grímsson hitti meðal annars Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, …
Ólafur Ragnar Grímsson hitti meðal annars Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, að máli í Tianjin í gær og gaf honum bók um Eyjafjallajökul.

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, seg­ir í viðtali við Bloom­berg frétta­stof­una, að deil­ur Íslend­inga við Breta og Hol­lend­inga um Ices­a­ve veki upp spurn­ing­ar um aðild­ar­um­sókn Íslend­inga að Evr­ópu­sam­band­inu.  

„Aðgerðir Breta og Hol­lend­inga, sem nutu lengi stuðnings Evr­ópu­sam­bands­ins, hafa vakið upp spurn­ing­ar í hug­um margra Íslend­inga: Hvers kon­ar klúbb­ur er þetta eig­in­lega?" hef­ur Bloom­berg eft­ir Ólafi Ragn­ari.

Viðtalið var tekið í Tianj­in í Kína þar sem Ólaf­ur Ragn­ar sit­ur fund Alþjóðaefna­hags­ráðsins.

Ólaf­ur seg­ir í viðtal­inu að Íslend­ing­ar séu reiðubún­ir til að ræða um end­ur­greiðslu á Ices­a­ve-ábyrgðum. Hins veg­ar verði bresk og hol­lensk stjórn­völd að gera sér grein fyr­ir því, að Lands­bank­inn og net­bank­inn Ices­a­ve hafi ekki notið rík­is­ábyrgðar. 

„Eng­inn get­ur haldið því fram, að ís­lenska þjóðin eða póli­tíska lýðræðis­lega kerfið á Íslandi hafi ekki brugðist með ábyrg­um hætti við fjár­málakrepp­unni. Það þýðir þó ekki, að við ætt­um að láta und­an sví­v­irðileg­um kröf­um Breta og Hol­lend­inga," hef­ur Bloom­berg eft­ir Ólafi.

Frétt Bloom­berg

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert