Gefa nýtt líf á Gaza

Zaki A. Lafit, 74 ára gamall maður, missti fótinn í …
Zaki A. Lafit, 74 ára gamall maður, missti fótinn í fyrstu sprengjuárásunum á Palestínu þegar landið var hernumið og stríðið byrjaði árið 1948. Hann fékk gervifót í heimsókn Íslendinganna í fyrra. mbl.is/Kristín Sveinsdóttir

Þrír stoðtækja­smiðir og tveir full­trú­ar Fé­lags­ins Ísland-Palestína fara til Gaza í næstu viku til smíða gervi­fæt­ur á íbúa þar og kenna smíði gervi­fóta með aðferð sem Össur Krist­ins­son hef­ur þróað. Ferðin er far­in í fram­haldi af vel heppnaði ferð til Gaza í maí á síðasta ári.

„Þetta var mikið æv­in­týri fyr­ir okk­ur sem tók­um þátt í ferðinni í fyrra og ein­stakt að upp­lifa það að sjá fólk sem hef­ur orðið fyr­ir því að missa út­limi, ekki síst fæt­ur, að eign­ast nýtt líf við það að fá gervi­fæt­ur. Það er sér­stak­lega sterkt að upp­lifa þetta á svæði eins og Gaza þar sem fólki eru flest­ar bjarg­ir bannaðar vegna her­náms­ins og þess umsát­urs­ástands sem þar er,“ seg­ir Sveinn Rún­ar Hauks­son, formaður Fé­lags­ins Ísland-Palestína.

Í fyrra tókst að smíða gervi­fæt­ur á 24 ein­stak­linga á þrem­ur dög­um, þar af tvo sem misst höfðu báða fæt­ur. Notuð er tækni sem Össur Krist­ins­son, stoðtækja­smiður og stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins Öss­ur­ar, hef­ur þróað. Hún ger­ir það kleift að fara með nauðsyn­leg tæki og efni á staðinn í litl­um ferðatösk­um og smíða gervi­fót við nán­ast hvaða aðstæður sem er, á klukku­stund eða svo. 

Til stóð að fara aðra ferð miklu fyrr en Sveinn Rún­ar seg­ir að lang­an tíma hafi tekið að fá nauðsyn­leg leyfi hjá yf­ir­völd­um í Ísra­el. Fyrst hafi verið beðið fjóra mánuði eft­ir leyf­um fyr­ir fólkið að fara inn á Gaza og síðan aðra fjóra mánuði eft­ir leyf­um fyr­ir efn­un­um. Nú sé þetta komið í höfn. Sveinn Rún­ar fer í fyrra­málið og stoðtækja­smiðir á veg­um OKProsthetics, fyr­ir­tæk­is Öss­ur­ar, fara eft­ir helgi. Von­ast þeir til að kom­ast á miðviku­dag til Gaza­borg­ar og hefjast þá strax handa.

Mark­miðið með heim­sókn­inni nú er að smíða gervi­fæt­ur á 17 ein­stak­linga. Tveir þeirra hafa misst báða fæt­ur. 

„Við leggj­um að þessu sinni meiri áherslu á að kenna fólki á staðnum að halda áfram að smíða gervi­fæt­ur með aðferð Öss­ur­ar,“ seg­ir Sveinn Rún­ar.

Sveinn Rún­ar er lækn­ir og mun hann í ferðinni einnig kynna sér ástand heil­brigðisþjón­ust­unn­ar í Palestínu og ræða sér­stak­lega við geðhjálp­ar­sam­tök.

Shaimáa Abu Safi, 18 ára gömul stelpa sem missti fótinn …
Shai­máa Abu Safi, 18 ára göm­ul stelpa sem missti fót­inn í bíl­slysi, fékk ís­lensk­an gervi­fót á síðasta ári.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert