Synjun ráðherra ógilt

Ákvörðun ráðherra átti ekki stoð í byggingar- og skipulagslögum, að …
Ákvörðun ráðherra átti ekki stoð í byggingar- og skipulagslögum, að mati dómara. mbl.is/Ragnar Axelsson

Ákvörðun umhverfisráðherra um að hafna því að staðfesta breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps vegna Urriðafossvirkjunar hefur verið ógilt í Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Lengi hefur verið unnið að breytingum á skipulagi Flóahrepps annars vegar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hins vegar vegna fyrirhugaðra virkjana í neðrihluta Þjórsár. Að lokum ákvað Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra að staðfesta ekki breytingar á aðalskipulagi þessara sveitarfélaga hvað varðar virkjanirnar á þeirri forsendu að Landsvirkjun hefði greitt kostnað við skipulagsvinnuna.

Raunar hafi Flóahreppur breytt samningi sínum við Landsvirkjun og endurgreitt kostnaðinn. Það gerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur hins vegar ekki.

Eftir að úrskurðurinn lá fyrir ákvað Flóahreppur að höfða mál á hendur umhverfisráðherra þar sem ákvörðun hennar byggði ekki á lögum. Jafnframt hóf sveitarfélagið að nýju vinnu við gerð nýs skipulags.

Héraðsdómur taldi ekki að ákvörðun ráðherra ætti stoð í byggingar- og skipulagslögum og ógilti hana. Jafnframt var ríkinu gert að greiða hreppnum 1450 þúsund í málskostnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert