Meistarar í andspyrnu

Griðungar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Kórnum í Kópavogi í dag.
Griðungar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Kórnum í Kópavogi í dag. mbl.is/Kristinn

Griðung­ar sigruðu á fyrsta Íslands­mót­inu í and­spyrnu. Sigruðu þeir Gamm­ana í hrein­um úr­slita­leik sem fram fór í dag.

And­spyrna er ís­lenska heitið á ástr­alskri knatt­spyrnu sem er ný íþrótt hér á landi. Leik­ur­inn er ein­hvers staðar á milli hefðbund­inn­ar knatt­spyrnu og ruðnings. Geng­ur leik­ur­inn út á það að skora mörk en til þess þurfa leik­menn að yf­ir­stíga meiri hindr­an­ir en í knatt­spyrnu. 

Um fimm­tíu stunda íþrótt­ina hér á landi og kjarn­inn er í þrem­ur liðum, að sögn Friðgeirs Torfa Ásgeirs­son­ar, fyr­irliða Gamm­anna og landsliðsins. 

Gamm­arn­ir höfðu for­ystu í Fosters-mót­inu en Griðung­ar náðu þeim að stig­um með sigr­in­um í dag en marka­tal­an var Griðung­um hag­stæðari. Þeir hömpuðu því Íslands­bik­arn­um.

Þótt íþrótt­in hafi ekki verið leik­in hér nema í rúmt ár hef­ur landslið tekið þátt í Evr­ópu­móti og Evr­ópu­bik­ar­keppni og farið verður á heims­meist­ara­mót til heima­lands íþrótt­ar­inn­ar á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert