36 féllu fyrir eigin hendi í fyrra

Árið 2009 lét­ust alls 2.002 ein­stak­ling­ar, 969 kon­ur og 1.033 karl­ar. Helstu dán­ar­mein eru nú sem fyrr, sjúk­dóm­ar í blóðrás­ar­kerfi og þá aðallega hjarta- og heilaæðasjúk­dóm­ar. Sjálfs­víg voru 36 á ár­inu og féllu 7 kon­ur og 29 karl­ar fyr­ir eig­in hendi. Það er svipaður fjöldi og und­an­far­in ár.

Hag­stofa Íslands hef­ur nú birt dán­ar­mein fyr­ir árið 2009. Gögn­in byggja á dán­ar­vott­orðum allra ein­stak­linga sem lét­ust á ár­inu 2009 og áttu lög­heim­ili á Íslandi við and­lát.

Árið 2009 lét­ust alls 2.002 ein­stak­ling­ar, 969 kon­ur og 1.033 karl­ar. Ekki hafa orðið telj­andi breyt­ing­ar varðandi dán­artíðni eft­ir helstu flokk­um dán­ar­meina frá fyrra ári. Vegna fá­menn­is á land­inu geta þó til­vilj­ana­sveifl­ur milli ára verið nokkr­ar og ber því að taka sam­an­b­urði um dán­ar­mein milli ein­stakra ára var­lega.

Helstu dán­ar­mein eru nú sem fyrr, sjúk­dóm­ar í blóðrás­ar­kerfi og þá aðallega hjarta- og heilaæðasjúk­dóm­ar. Á ár­inu 2009 lét­ust 729 af sjúk­dóm­um í blóðrás­ar­kerfi, þar af 350 úr blóðþurrðar­hjarta­sjúk­dóm­um, 146 kon­ur og 204 karl­ar. Alls lét­ust 159 úr heilaæðasjúk­dóm­um, 84 kon­ur og 75 karl­ar. 

Krabba­mein eru næst stærsti flokk­ur dán­ar­meina. Á ár­inu 2009 lét­ust 562 af völd­um ill­kynja æxla eða krabba­meina, 252 kon­ur og 310 karl­ar, sem er svipaður  fjöldi og und­an­far­in ár. Af þeim  lét­ust 133 úr lungnakrabba­meini, 69 kon­ur og 64 karl­ar. Á ár­inu lét­ust 56 vegna ill­kynja æxl­is í eitil- og blóðmynd­andi vef, 22 kon­ur og 34 karl­ar. Þá lét­ust 50 vegna krabba­meins í ristli, 19 kon­ur og 31 karl. Auk þess lét­ust 36 kon­ur úr ill­kynja æxli í brjósti og 53 karl­ar úr ill­kynja æxli í blöðru­hálskirtli. Aðrar teg­und­ir ill­kynja æxla voru fátíðari.

Þriðji stærsti flokk­ur dán­ar­meina eru sjúk­dóm­ar í önd­un­ar­fær­um en úr þeim dóu 175 ein­stak­ling­ar árið 2009, þar af 102 ein­stak­ling­ar úr lang­vinn­um neðri önd­un­ar­færa­sjúk­dóm­um, 58 kon­ur og 44 karl­ar.

Dauðsföll vegna ytri or­saka eru fjórði stærsti flokk­ur­inn. Á ár­inu 2009 lét­ust 118 af völd­um ytri or­saka, 39 kon­ur og 79 karl­ar, það er svipuð tíðni og und­an­far­in ár. Af þeim voru dauðsföll sem tengd­ust óhöpp­um al­mennt, alls 65 og í þeim hópi voru 25 kon­ur og 40 karl­ar. Alls lét­ust 10 manns í um­ferðarslys­um. Sjálfs­víg voru 36 á ár­inu og féllu 7 kon­ur og 29 karl­ar fyr­ir eig­in hendi. Það er svipaður fjöldi og und­an­far­in ár.

Árið 2009 voru skráð 140 ótíma­bær dauðsföll á Íslandi. Ótíma­bær dauðsföll eru and­lát vegna til­tek­inna dánar­or­saka sem hefði mátt kom­ast hjá með viðeig­andi meðferð eða for­vörn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert