Samningsgerð Vegagerðar stöðvuð

Málið snerist um vetrarþjónustu í Rangárvallasýslu og Flóa á árunum …
Málið snerist um vetrarþjónustu í Rangárvallasýslu og Flóa á árunum 2010-2014. Þorkell Þorkelsson

Úrskurðarnefnd útboðsmála hefur stöðvað innkaupaferli á grundvelli útboðs Vegagerðarinnar um vetrarþjónusta Rangárvallasýslu og Flóa þar til endanlega hefur verið skorið úr öllum kröfum kæranda.

Fyrirtækið Þjótandi ehf. kærði málið til nefndarinnar vegna þess að það var ósátt við ákvörðun Vegagerðarinnar að ganga til samninga við Heflun ehf. Þjótandi taldi að fyrirtækið uppfyllti ekki reglur um fjárhagsstöðu bjóðenda.

Úrskurðarnefndin segir í niðurstöðum sínum að af gögnum málsins verði ekki séð að fjárhagsstaða Heflunar ehf. sé með þeim hætti að Vegagerðinni sé fært að ganga til samninga við fyrirtækið. Ekki liggi fyrir nýrri ársreikningur en fyrir árið 2008, en samkvæmt honum sé eigið fé fyrirtækisins neikvætt. Því taldi nefndin rétt að stöðva samningsgerðina þar til betri upplýsingar lægju fyrir og hægt væri að leggja mat á kæruefnin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert