Álver að komast á skrið

Rannsóknarholan vekur vonir um að hægt sé að virkja meira …
Rannsóknarholan vekur vonir um að hægt sé að virkja meira á Reykjanesi. mbl.is/RAX

Skriður virðist aft­ur kom­inn á und­ir­bún­ing ál­vers við Helgu­vík. Á sam­ráðsfundi sem iðnaðarráðuneytið efndi til í gær kom til að mynda fram að til­rauna­bor­un á Reykja­nesi gæfi góðar von­ir og há­hita­svæðið ætti að standa und­ir fyr­ir­hugaðri stækk­un Reykja­nes­virkj­un­ar.

Stjórn­end­ur Norðuráls hafa ákveðið að ein­beita sér að því að reisa ál­verið í Helgu­vík í þrem­ur 90 þúsund tonna áföng­um. Verður ár­leg fram­leiðslu­geta þess þá 270 þúsund tonn. Fyr­ir­tækið hef­ur til þessa miðað við 360 þúsund tonna ál­ver en Ragn­ar Guðmunds­son, for­stjóri Norðuráls, seg­ir að unnið verði að fjórða áfang­an­um þegar aðstæður leyfa.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins er Norðuráli ekk­ert að van­búnaði að hefja fram­kvæmd­ir um leið og sam­komu­lag um orku­kaup og nauðsyn­leg leyfi liggja fyr­ir.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert