Tundurskeyti brennt til örvunar

Holu nr. 29 hefur verið hleypt upp.
Holu nr. 29 hefur verið hleypt upp. mbl.is/Helgi

Nýj­ar aðferðir voru notaðar við örvun nýj­ustu bor­hol­unn­ar á Reykja­nesi, holu 29. Tund­ur­skeyti voru brennd niðri í hol­unni til að opna gluf­ur og veik­leika í berg­inu og auðvelda rennsli vatns­ins inn í hol­una.

Hér á landi hef­ur yf­ir­leitt verið reynt að örva bor­hol­ur með þrýst­ingi. Þá hef­ur vatni verið dælt í þær og þrýst á með bor­dæl­um. Há­hita­hol­ur hafa einnig verið kæld­ar. Sér­fræðing­ar HS Orku kynnt­ust nýrri tækni í sam­skipt­um við full­trúa Magma Energy sem orðið er aðal­eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins.

Aðferðin felst í að beitt er snögg­um efna­bruna sem mynd­ar háan þrýst­ing, að því er fram kem­ur í grein sem Ómar Sig­urðsson, forðafræðing­ur hjá HS Orku, skrif­ar í Frétta­veitu HS Orku, en hún hef­ur lengi verið notuð til að örva olíu­bor­hol­ur.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka