Um 50.000 í miðborginni

00:00
00:00

Góð stemn­ing rík­ir í miðborg Reykja­vík­ur þar sem fjöl­menni er sam­an­komið til að fagna kvenna­frí­deg­in­um. Skv. upp­lýs­ing­um frá um­ferðardeild lög­regl­unn­ar er talið að á bil­inu 40 til 50.000 manns séu sam­komn­ir í miðbæn­um. Þeim hef­ur farið ört fjölg­andi.

Kon­ur yf­ir­gáfu vinnustaði sína kl 14:25 til að taka þátt í deg­in­um, sem er með yf­ir­skrift­ina „Já! - ég þori, get og vil“.

Þátt­tak­end­ur láta veðrið ekk­ert á sig fá og eru vel klædd­ir. 

Dag­skrá fer nú fram við Arn­ar­hól en þar verða flutt ávörp. Einnig verður flutt tónlist, en Sigrún Hjálm­týs­dótt­ir er á meðal þeirra lista­manna sem koma fram.

Þátttakendur eru vel dúðaðir.
Þátt­tak­end­ur eru vel dúðaðir. mbl.is/​Krist­inn
Talið er að 50 þúsund séu í miðborg Reykjavíkur.
Talið er að 50 þúsund séu í miðborg Reykja­vík­ur. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert