Líkur á eldgosi í Grímsvötnum

Frá síðasta gosi í Grímsvötnum.
Frá síðasta gosi í Grímsvötnum. Rax / Ragnar Axelsson

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir líkur vera á því að gos hefjist í Grímsvötnum í kjölfar hlaupsins í Gígjukvísl. „Það er dálítið erfitt að segja fyrir um þetta núna en sama staða er uppi og árið 2004 þegar síðasta gos varð. Þá var eldstöðin búin að safna nægilegri kviku og þrýstingurinn í henni orðinn hærri. Við sjáum núna að það er meiri þrýstingur í kvikuhólfinu undir Grímsvötnum en venjulega.”

Páll segir að slík hlaup geti virkað eins og gikkur á eldgos þegar eldstöðin er tilbúin líkt og nú. „Það er hins vegar spurning hversu næmur þessi gikkur er, það er erfitt að segja.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert