Veðjað á eldgos

Gosmökkurinn úr gosi við Grímsvötn fyrir sex árum.
Gosmökkurinn úr gosi við Grímsvötn fyrir sex árum. mbl.is/RAX

Írski veðbank­inn Paddy Power hef­ur bætt Grím­svötn­um við lista yfir þau eld­fjöll, sem lík­ur eru tald­ar á að gjósi á næst­unni. Tel­ur veðbank­inn að lík­urn­ar á að næsta eld­gos í heim­in­um verði í Grím­svötn­um séu 8 á móti 1. Lík­leg­ast er þó talið að það gjósi næst úr fjall­inu Merapi í Indó­nes­íu og Kötlu.

Þá tel­ur Paddy Power, að lík­urn­ar séu 3 á móti ein­um, að hluti af breska eða írska loft­rým­inu lok­ist vegna eld­fjalla­ösku fyr­ir lok árs­ins. 

Paddy Power greiddi í sept­em­ber yfir 10 þúsund viðskipta­vin­um sín­um, sem veðjuðu rétt á að að eld­fjallið Sina­bung á Súmötru yrði næst til að gjósa.  

Vef­ur Paddy Power

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert