Innistæður hafa minnkað um 90,7 milljarða

Inni­stæður í banka­kerf­inu hafa lækkað um 90,7 millj­arða króna frá ára­mót­um og inn­lán heim­ila hafa lækkað um 69,6 millj­arða króna sem svar­ar til rúm­lega 9% lækk­un­ar. Inn­lán fyr­ir­tækja hafa minnkað sam­tals um 4,4 millj­arða króna, eða sem sam­svar­ar 1,3%.

Rétt eins og efna­hags­reikn­ing­ur Seðlabank­ans stækkaði, jókst pen­inga­magn í um­ferð mikið í aðdrag­anda hruns bank­anna og enn frek­ar í kjöl­far þess. Fór hlut­fall víðs pen­inga­magns af lands­fram­leiðslu úr 55% í lok árs­ins 2003 í 116% þegar það náði há­marki í nóv­em­ber 2008, seg­ir í ný­út­gefn­um Pen­inga­mála Seðlabanka Íslands.

Und­an­farna mánuði hef­ur pen­inga­magn minnkað nokkuð. Það sem af er þessu ári hafa milli 13-18% pen­inga­magns verið á gjald­eyr­is­reikn­ing­um í banka­kerf­inu og má því rekja hluta sam­drátt­ar pen­inga­magns­ins til styrk­ing­ar krón­unn­ar á ár­inu, en einnig er sam­drátt­ur í flest­um öðrum liðum pen­inga­magns.

Útlán hafa ekki auk­ist sem neinu nem­ur

Staða út­lána banka­kerf­is­ins bend­ir ekki til þess að út­lán hafi auk­ist í nein­um mæli. Töl­ur yfir út­lán banka­kerf­is­ins eru hins veg­ar litaðar af end­ur­skipu­lagn­ingu þess auk þess sem stór hluti út­lána bank­anna er geng­is­tryggður með ein­hverj­um hætti.

„Það er því sér­stak­lega erfitt nú um stund­ir að sjá hver eig­in­leg þróun nýrra út­lána hef­ur verið, en miðað við þær töl­ur sem liggja fyr­ir má ætla að út­lána­vöxt­ur­inn sé afar lít­ill. Sú þróun kem­ur ekki á óvart þrátt fyr­ir að vext­ir hafi lækkað þar sem mik­il óvissa um efna­hags­reikn­inga heim­ila og fyr­ir­tækja er til þess fall­in að draga úr út­lána­starf­semi, auk þess sem óvissa um efna­hags­horf­ur rær í sömu átt. Þetta á ekki ein­ung­is við hér á landi," seg­ir í Pen­inga­mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert