Staðfestir visku fjöldans

Jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, virðing og ábyrgð er meðal helstu gilda …
Jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, virðing og ábyrgð er meðal helstu gilda sem til umræðu voru í morgun. Þjóðfundur

„Aðferðin sem er notuð á þess­um fundi er sú að laða fram visku fjöld­ans. Í raun og veru staðfest­ir þessi þjóðfund­ur visku síðasta þjóðfund­ar með mjög af­ger­andi hætti, kannski meira en maður bjóst við,“ seg­ir Gunn­ar Her­sveinn.

Gunn­ar er höf­und­ur bók­ar­inn­ar Þjóðgild­in, sem fjall­ar um þjóðfund­inn sem hald­inn var í nóv­em­ber í fyrra og þau gildi sem þar voru efst á blaði.

Gunn­ar seg­ir þau gildi sem þátt­tak­end­ur á þjóðfundi um nýja stjórn­ar­skrá, sem fram fór í dag í Laug­ar­dals­höll, séu í meg­in­at­riðum þau sömu og fund­ar­menn komust að sam­komu­lagi um í fyrra.

„Á fyrri fund­in­um var spurt: Hvaða gildi finnst þér skipta mestu máli? Þannig að fólk leitaði í eig­in barm að þeim gild­um sem það vildi efla á Íslandi, og fannst skorta á. Þess vegna var kannski heiðarleiki efst­ur á blaði þá, af því fólk fannst skorta heiðarleika,“ seg­ir Gunn­ar

Þau gildi sem sam­komu­lag náðist um á fund­in­um 2009 voru jafn­rétti, lýðræði, rétt­læti, virðing, heiðarleiki, frelsi, ábyrgð og mann­rétt­indi. Þessi gildi eru keim­lík þeim sem fund­ur­inn í dag hef­ur valið sem grund­vall­ar­gildi, sem hafa ber til hliðsjón­ar við end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar.

„Núna er nátt­úru­lega hug­ur fund­ar­manna á stjórn­ar­skrá. Þessi fund­ur ætti ekki að vera eins al­menn­ur. Þegar spurn­ing­in er bor­in upp er fólk að hugsa meira um leiðarljós fyr­ir nýja stjórn­ar­skrá.

Það má segja að gild­in sem eru val­in núna, hafi öll verið efst á blaði á síðasta fundi. Mann­rétt­indi voru líka mjög of­ar­lega á síðasta fundi. Það er eins og þetta segi okk­ur að þegar svona stór hóp­ur kem­ur sam­an og reyn­ir að finna gildi, þá virðist það koma fram að þessi gildi eru dýr­mæt­ust.“

- En er ekki hætt við því, þegar svona marg­ir koma sam­an, að út­kom­an verði ein­hvers kon­ar lægsti sam­nefn­ari skoðana þeirra sem þátt taka?

„Það má segja að þegar spurt er bara um orð, hug­sjón­ir eða grunn­gildi, þá sé mjög auðvelt að vera sam­mála um orðin, nafnið. En síðan tek­ur við sam­talið um aðferð. Hvernig eig­um við að festa ábyrgð í sessi á Íslandi, til dæm­is? Hvaða aðferð eig­um við að nota, svo fólk komi sér ekki und­an ábyrgðinni? Þá flæk­ist málið.“

Gunnar Hersveinn, heimspekingur og rithöfundur.
Gunn­ar Her­sveinn, heim­spek­ing­ur og rit­höf­und­ur. Krist­inn Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert