Lögregla áminnir hlaupara

Lögregla vill að hlauparar fari varlega og séu með endurskinsmerki.
Lögregla vill að hlauparar fari varlega og séu með endurskinsmerki. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir að það hafi vakið at­hygli að eðli­leg aðgæsla hlaup­ara og virðing fyr­ir um­ferðarlög­um sé stund­um lít­il. Hún bein­ir þeim til­mæl­um til þeirra að hegða sér bet­ur í um­ferðinni og nota end­ur­skins­merki.

Fjöl­marg­ir hlaupa­hóp­ar eru starf­rækt­ir á höfuðborg­ar­svæðinu og þeim hef­ur raun­ar fjölgað mjög. „Áber­andi hef­ur verið í vet­ur hversu end­ur­skins­merki eru lítið notuð hjá mörg­um þess­ara hópa þó á ferð séu í myrkri á eða við um­ferðargöt­ur. Stór­hætta hef­ur skap­ast af þess­um sök­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­reglu. 
 
Þá hafi það vakið at­hygli lög­reglu að eðli­leg aðgæsla hlaup­ara og virðing fyr­ir um­ferðarlög­um sé á stund­um lít­il. „Þeir fara til að mynda óhikað yfir um­ferðargöt­ur án þess að nota gang­braut­ir þó þær séu nærri og fara yfir á móti rauðu gang­braut­ar­ljósi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.
 
„Lög­regla bein­ir þeim vin­sam­legu til­mæl­um því til hlaup­ara sem við þessa lýs­ingu kann­ast; for­eldra, afa, ömm­ur, frænd­ur og frænk­ur, til að sýna gott for­dæmi í um­ferð með því að nota end­ur­skins­merki og virða um­ferðarlög og regl­ur. Þannig stuðla þeir að eig­in um­ferðarör­yggi og annarra.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert