Tölvuþjónustan Nördinn hefur sent mbl.is yfirlýsingu vegna fréttar um tölvu sem var skilað í pappakassa.
„Þessi umræddi viðskiptavinur kemur til okkar með bilaða vél, segir lyklaborð bilað. Honum er bent á að skjárammi og botn væru brotnir við móttöku vélarinnar. Aðspurður sagði hann vélina hafa fallið í gólfið fyrr á árinu. Í framhaldi af Því er tjónaskýrsla fyllt út. Viðskiptavinur sagðist vera með tryggingu á vélinni frá Elko en Var ekki með kvittun fyrir kaupunum.
Vegna þessa var framkvæmd tjónaskoðun á vélinni. Þegar vél sem hefur orðið fyrir höggi er skoðuð fyrir tryggingar er vélin tekin alveg í sundur. Öðruvísi er ekki hægt að sjá hvað þarf að skipta um til að vélin komist í lag. Við skoðun kom í ljós að báðar lamir fyrir skjá, topp kover, botn, skjárammi og lyklaborð voru í ólagi.
Botn og topp „kover“ voru þannig brotin að nær allir skrúfgangar Við lamir voru ónýtir og þegar vélin var skrúfuð í sundur duttu þeir úr sínum skorðum, þ.a.l. ekki hægt að festa það saman aftur. Lamirnar báðum megin Voru brotnar og losnuðu frá þegar vélin var tekin í sundur, ásamt skrúfgöngum sem gengu í gegnum lamirnar.
Þegar þetta er komið í ljós, sendum við tjónamat á tryggingarnar og þeir svara því að trygging vélarinnar sé runnin út. Þá er haft samband við viðskiptavin og honum tjáð að trygging hennar sé útrunnin og hver kostnaður við viðgerð yrði. Hún vildi ekki fá fulla viðgerð og bað bara um lyklaborðið fyrir vélina.
Við reyndum að setja vélina saman fyrir hana en það var ekki hægt og henni sagt frá því að það þyrfti botn, lamir og topp koverið til að vélin færi saman.
Stuttu síðar kom viðskiptavinur og bað um vélina. Við greindum honum frá því að vélin væri ekki saman sett og vildi hann taka vélina í því ástandi. Þar sem við erum ekki með neitt skoðunargjald til einstaklinga þá féll enginn kostnaður á hann fyrir þá vinnu sem við framkvæmdum við tjónamat og annað.
Okkur hjá Nördinum ehf þykir afar leitt að hafa ekki getað leyst þetta mál á farsælli hátt. En eins og komið hefur fram hér að ofan var ekki hægt að framkvæma tjónaskoðun án þess að taka vélina í sundur með þessum leiðinlegu afleiðingum," segir orðrétt í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.