Stuðningur eykst við ríkisstjórnina

Ríkisstjórn Íslands á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.
Ríkisstjórn Íslands á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. mbl.is/Ómar

Rík­is­stjórn­in nýt­ur nú stuðnings 36% svar­enda í Þjóðar­púlsi Gallup, og er það sex pró­sentna aukn­ing frá síðustu mæl­ingu. Þjóðar­púls­inn er birt­ur á vef Rík­is­út­varps­ins.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eykst úr 18% í tæp­lega 22% frá síðustu könn­un, sem gerð var fyr­ir mánuði.  Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins minnk­ar úr 36% í  34%.

 Litl­ar breyt­ing­ar eru á fylgi annarra flokka milli mánaða, Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð fengi tæp­lega 18% fylgi ef kosið væri í dag, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 13%, Hreyf­ing­in fengi tæp­lega 8% fylgi og  rúm­lega 6% myndu kjósa aðra flokka. Næst­um 12% svar­enda taka ekki af­stöðu eða neita að gefa hana upp og liðlega 18% segj­ast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosn­ing­ar færu fram í dag.

Þjóðar­púls Gallup

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert