Tveir skálftar yfir 2 í Krýsuvík

Færri en stærri skjálftar hafa mælst í dag.
Færri en stærri skjálftar hafa mælst í dag. Mynd/vedur.is

Tveir jarðskjálftar yfir tvö stig mældust eftir hádegi í gær á Krýsuvíkursvæðinu. Sá fyrri á öðrum tímanum en síðari á þeim fjórða. Öllu rólegra hefur þó verið á svæðinu í dag en í gær en alls hafa fjórir skjálftar mælst eftir hádegið.

Síðasta skjálftahrina á svæðinu var í gærkvöldi en einnig mældust nokkrir litlir skjálftar í morgun. Jarðvísindamenn fylgjast enn grannt með svæðinu, en talið er að virknin geti stafað annað hvort af kvikuinnskoti eða breytingar á jarðhitakerfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert