,,Verður eins og fíkn"

Rétthafar reyna flestir eftir megni að hindra niðurhal til að …
Rétthafar reyna flestir eftir megni að hindra niðurhal til að missa ekki af tekjum fyrir verk sín.

Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndréttarhafa (SMÁÍS), segir að nokkrar íslenskar síður, allar hýstar í öðrum löndum, bjóði niðurhal á höfundarréttarvörðu efni á netinu. Þeim notendum sem ekki taki þátt í að dreifa niðurhöluðu efni til annarra, sé einfaldlega fleygt út.

Talið er að flestir sem standa fyrir umræddum síðum séu mjög ungir að árum, margir innan við tvítugt.

Lögreglan gerði í gær húsleit á níu stöðum á miðvikudag vegna rannsóknar á stórfelldu niðurhali, þar af var leitað á sjö stöðum á Akureyri. 10 manns, á aldrinum 15-20 ára, eru grunaðir um aðild að málinu.

Deilt er um það meðal lögfræðinga hvort leyfilegt sé að hala niður slíku efni af netinu, þannig álítur lögfræðingur STEF, Eiríkur Tómasson, að það sé ekki bannað.  En ótvírætt er að dreifing til annarra er bönnuð, hún er brot á höfundarrétti. Að sögn Snæbjörns er ljóst að þúsundir Íslendinga stunda samt slíka dreifingu. ,,Hjá sumum verður þetta eins og fíkn, þeir hala miklu meira niður en þeir komast nokkurn tima yfir að sjá eða hlusta á," segir Snæbjörn    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert