Bensínið dýrast hjá Skeljungi

Reuters

Skeljungur hefur hækkað eldsneytisverð um 3,40 krónur lítrann og kostar nú bensínlítrinn 209 krónur í sjálfsafgreiðslu hjá Skeljungi en 215 krónur í þjónustu. Lítrinn af dísil kostar nú 208,70 krónur í sjálfsafgreiðslu. Olís hækkaði eldsneytisverð fyrr í dag en aðrar stöðvar hafa ekki hækkað verð.

Á höfuðborgarsvæðinu er lítrinn af eldsneyti ódýrastur hjá Orkunni,  203,40 krónur, en hann kostar 203,50 krónur hjá Atlantsolíu og ÓB.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka