Húsaleigukostnaður vegna eldgoss styrktur

Mikið sprengigos var í Eyjafjallajökli.
Mikið sprengigos var í Eyjafjallajökli. Ragnar Axelsson

Styrk­ur upp á rúma millj­ón króna hef­ur verið greidd­ur til sveit­ar­fé­laga vegna út­gjalda þeirra af völd­um eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli. Er þar um að ræða húsa­leigu­kostnað en íbú­um á ösku­svæðum hef­ur gef­ist kost­ur á að búa tíma­bundið í leigu­hús­næði fjarri heim­ili sín­um. Þetta kem­ur fram í svari for­sæt­is­ráðherra.

Einnig seg­ir í svar­inu að húsa­leigu­kostnaður vegna tíma­bund­ins flutn­ings ábú­enda sé styrkt­ur, en frek­ari ákv­arðanir um styrk­veit­ingu eða end­ur­greiðslu hafa ekki verið tekn­ar af rík­is­stjórn­inni. Þó kunni sveit­ar­fé­lög að eiga rétt til ein­hverra end­ur­greiðslna eða bóta á grund­velli laga um Viðlaga­trygg­ingu Íslands og laga um Bjargráðasjóð.

Arn­dís Soffía Sig­urðardótt­ir, varaþingmaður Vinstri grænna, spurði for­sæt­is­ráðherra út í end­ur­greiðslur til sveit­ar­fé­laga vegna út­gjalda af völd­um eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli.

Í svari for­sæt­is­ráðherra seg­ir meðal ann­ars að eng­in ákvörðun hafi verið tek­in um það af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar að end­ur­greiða sveit­ar­fé­lög­un­um út­gjöld vegna eld­goss­ins sem ekki er hægt að sjá fyr­ir núna en kunna að koma til síðar.

Hins veg­ar er tekið fram að  rík­is­stjórn­in hafi fram til þessa lagt til 800,7 millj­ón­ir króna til að mæta út­gjöld­um vegna viðbragða í kjöl­far eld­goss­ins á Fimm­vörðuhálsi og í Eyja­fjalla­jökli. Þá sé enn að störf­um sam­ráðshóp­ur fimm ráðuneyt­is­stjóra sem fjall­ar um viðbrögð, neyðaraðgerðir og kostnað í kjöl­far eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli og á Fimm­vörðuhálsi. Mun hann halda áfram að vinna að verk­efn­um sín­um í sam­vinnu við alla þá fjöl­mörgu aðila sem að mál­inu hafa komið, svo sem ráðuneyt­in, al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og þjón­ustumiðstöðina á gossvæðinu, sveit­ar­fé­lög, hags­munaaðila og stofn­an­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert