Þingfundi frestað vegna mótmæla

Þess er minnst í dag að tvö ár eru liðin …
Þess er minnst í dag að tvö ár eru liðin frá uppþoti á Alþingi. mbl.is/Golli

Þingfundi var óvænt frestað fyrir nokkrum mínútum eftir að mótmælendur trufluðu þingstörf. Voru hróp gerð að þingmönnum frá áhorfendapöllunum og stóðu mótmælin yfir í nokkrar mínútur. Í framhaldinu gerði forseti Alþingis hlé á þingfundinum.

Þingfundi hefur verið frestað til 15:15 á meðan húsið verður rýmt. 

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var í pontu að ræða fjárlög næsta árs þegar hróp og köll hófust er varða málefni níumenninganna svokölluðu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi. Hópur fólks hefur safnast saman fyrir utan þinghúsið til að minnast þess að tvö ár eru liðin frá uppþotunum. Þá fylgdist hópur fólks með umræðunum á Alþingi af pöllunum.

„Drullaðu þér héðan út,“ var á meðal þess sem einn mótmælandi hrópaði nokkrum sinnum þegar Höskuldur hugðist halda áfram að ræða boðaðan niðurskurð í heilbrigðismálum,

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert