Ískalt mat um Icesave

Icesave-lögunum mótmælt.
Icesave-lögunum mótmælt. mbl.is/Kristinn

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun leggja ískalt mat á kosti þess og galla að samþykkja nýja Ices­a­ve-sam­komu­lagið. Þetta kom fram í máli Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Alþingi fyr­ir stundu. Sagði Bjarni flokk­inn mundu taka góðan tíma til að gaum­gæfa gögn um stöðu máls­ins nú.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, vísaði þeim mál­flutn­ingi Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar fjár­málaráðherra á bug að umræður um hvort leysa hefði mátt Ices­a­ve-deil­una fyrr, eða með öðrum hætti, væru sam­bæri­leg­ar við vanga­velt­ur um hvort leysa hefði mátt deilu Palestínu­manna og Ísra­els­manna fyr­ir ára­tug.

Þannig hefðu Palestínu­menn þurft að gefa upp all­ar kröf­ur sín­ar ef þeir ættu að fylgja for­dæmi rík­is­stjórn­ar Stein­gríms í Ices­a­ve-deil­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert