Mislukkuð baðferð í Hafnarfirði

Úr myndasafni mbl
Úr myndasafni mbl Árni Sæberg

Fyr­ir­huguð baðferð Hafn­f­irðings endaði með ósköp­um í dag.

Hann hugðist fara í bað, skrúfaði frá krön­um og brá sér að því búnu af bæ.

Íbúð Hafn­f­irðings­ins er staðsett á fyrstu hæð fjöl­býl­is­húss og lak mikið vatn niður í kjall­ara húss­ins.

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu er ekki vitað hversu mikið tjón hlaust af.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert