Verðtrygging forsenda vaxtakjaranna

Eigna­leig­an Lýs­ing seg­ir að þeir hlut­ar geng­is­tryggðra bíla­samn­inga, sem séu í ís­lensk­um krón­um, verði óbreytt­ir og reikn­ist með verðtrygg­ingu sem miðuð sé við vísi­tölu neyslu­verðs. 

Áfrýj­un­ar­nefnd neyt­enda­mála hef­ur staðfest þá niður­stöðu Neyt­enda­stofu, að samn­ings­skil­mál­ar á bíla­samn­ingi hjá Lýs­ingu brytu að nokkru leyti gegn ákvæðum laga um neyt­endalán og laga um eft­ir­lit með viðskipta­hátt­um og markaðssetn­ingu. Var talið skorta á upp­lýs­ing­ar um vexti láns­ins, bæði er­lend­an og ís­lensk­an hluta þess. Þá taldi áfrýj­un­ar­nefnd­in, að Lýs­ing beri ábyrgð á því, að fé­lagið hafi fyr­ir mis­tök ekki greint frá því á bíla­samn­ing­um, að ís­lensk­ur hluti bíla­lána væri verðtryggður.

Lýs­ing seg­ir á heimasíðu sinni, að samn­ings­formin hafi verið end­ur­skoðuð og bætt úr þeim atriðum sem gerðar voru at­huga­semd­ir við.

Þá seg­ir Lýs­ing, að það hafi verið for­senda samn­ing­anna af hálfu Lýs­ing­ar, að vext­ir væru sam­kvæmt gjald­skrá fé­lags­ins. Hafi leigu­taka mátt vera þessi for­senda ljós. Verðtrygg­ing­in hafi síðan haft úr­slita­áhrif á samn­ing um vaxta­kjör og gjald­skrá Lýs­ing­ar frá þess­um tíma end­ur­spegli þau vaxta­kjör, sem voru í boði ann­ars veg­ar á verðtryggðum samn­ing­um og hins veg­ar á óverðtryggðum samn­ing­um. „Því má ljóst vera að verðtrygg­ing­in er for­senda þeirra vaxta­kjara sem samið var um," seg­ir á heimasíðunni. 

Fyr­ir­tækið seg­ir, að sá hluti samn­ings sem sé í ís­lensk­um krón­um verði óbreytt­ur og reikn­ist með verðtrygg­ingu sem miðuð sé við vísi­tölu neyslu­verðs. Vext­ir miðist við verðtryggða vexti sam­kvæmt gjald­skrá Lýs­ing­ar á hverj­um tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert