Vill verða formaður VR

Stefán Einar Stefánsson.
Stefán Einar Stefánsson.

Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur, lýsti því yfir á framhaldsaðalfundi VR í gær að hann byði sig fram í embætti formanns félagsins. Kosningar í félaginu verða haldnar í mars.

Í tilkynningu frá Stefáni segir, að hann taki þessa ákvörðun að vandlega yfirlögðu ráði og eftir áskoranir frá félagsmönnum sem séu uggandi yfir þeirri óeiningu sem ríki innan stjórnar félagsins. 

„Ég óska þess að kosningabaráttan í VR verði háð af heiðarleika og réttsýni þar sem áhersla er lögð á þau málefni sem félaginu er ætlað að sinna. Persónulegt hnútukast og ærumeiðingar eiga að tilheyra fortíðinni. Heiðarleiki og virðing fyrir einstaklingum eru gildi sem leiða þarf til öndvegis í samfélaginu. VR er góður vettvangur til að hefja þá vegferð," segir m.a. í tilkynningu Stefáns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert