Um 62% vilja þjóðaratkvæði um Icesave

Þingmenn í atkvæðagreiðslu eftir 2. umræðu um Icesave-frumvarpið.
Þingmenn í atkvæðagreiðslu eftir 2. umræðu um Icesave-frumvarpið.

Um 62% lands­manna vilja þjóðar­at­kvæðagreiðslu um nýj­asta Ices­a­ve-samn­ing­inn. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í viðhorfs­könn­un sem MMR gerði fyr­ir þjóðmála­fé­lagið And­ríki dag­ana 8. – 11. fe­brú­ar sl.

Spurt var: Tel­ur þú eðli­legt að ís­lenska þjóðin fái að segja álit sitt á nýj­asta Ices­a­ve-samn­ingn­um í þjóðar­at­kvæðagreiðslu? Af þeim sem af­stöðu tóku svöruðu 62,1% já. Nei sögðu 37,9%.

Ekki er mark­tæk­ur mun­ur á af­stöðu kynja. Meiri­hluti í öll­um ald­urs­hóp­um er fylgj­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Sömu­leiðis er bæði meiri­hluti fyr­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu á höfuðborg­ar­svæði og á lands­byggðinni þótt hann sé meiri á lands­byggðinni eða 68%. Úrtak var 865 ein­stak­ling­ar og af­stöðu tóku 80,2%.

Icesave-frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn 11 eftir aðra …
Ices­a­ve-frum­varpið var samþykkt með 40 at­kvæðum gegn 11 eft­ir aðra umræðu. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert