Opin heimild til hjálmaskyldu

Þegar menn þeysa um á keppnishjálmum eru þeir oftast með …
Þegar menn þeysa um á keppnishjálmum eru þeir oftast með hjálma, enda getur hraðinn orðið mikill. mbl.is/Árni Sæberg

Lands­sam­tök hjól­reiðamanna (LHM) ótt­ast að inn­an­rík­is­ráðherra kunni „að setja á hjálma­skyldu fyr­ir full­orðna og jafn­vel einnig skylda þá til að klæðast end­ur­skins­fatnaði en hann færi heim­ild til þess skv. nýju frum­varpi til um­ferðarlaga. 

Lands­sam­tök­in benda m.a. á að þar sem hjálma­skylda hafi verið tek­in upp hafi hjól­reiðamönn­um fækkað og hjól­reiðamönn­um sé ekki meiri hætta búin af höfuðáverk­um en öðrum veg­far­end­um.

Í nú­gild­andi um­ferðarlög­um seg­ir: „Ráðherra get­ur sett regl­ur um notk­un hlífðar­hjálms við hjól­reiðar.“ Sam­kvæmt frum­varp­inu er ráðherra veitt heim­ild til að setja ákvæði í reglu­gerð um ör­ygg­is- og vernd­ar­búnað hjól­reiðamanna og annarra óvar­inna veg­far­enda."

Í grein­ar­gerðinni með frum­varp­inu seg­ir að: „Hér gæti t.d. verið um að ræða frek­ari út­færslu á notk­un hlífðar­hjálma við hjól­reiðar, svo og um end­ur­skins­fatnað og ann­an búnað til að gera gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur sýni­legri í um­ferðinni og um kröf­ur til slíks búnaðar.“

Þyrfti ekk­ert sam­ráð

Árni Davíðsson, formaður Lands­sam­taka hjól­reiðamanna (LHM), seg­ir að inn­an­rík­is­ráðherra gæti í sjálfu sér, upp á sitt eins­dæmi og án alls sam­ráðs, ákveðið að skylda hjól­reiðamenn til að vera með hjálm og í end­ur­skins­föt­um. Hann gæti í raun einnig skyldað gang­andi veg­far­end­ur til að klæðast end­ur­skinsvest­um. „Þetta er ótrú­lega opin heim­ild,“ seg­ir hann. Standi vilji lög­gjaf­ans til að koma á hjálma­skyldu væri hrein­legra að gera það með laga­setn­ingu en ekki reglu­gerð enda sé aðkoma al­menn­ing að reglu­gerðar­setn­ingu ekki tryggð.

Frum­varp til um­ferðarlaga hef­ur verið lengi í smíðum og er nú til meðferðar á Alþingi í annað sinn. Svipað ákvæði um hjálma­skyldu var í fyrra frum­varpi og lýstu LHM strax yfir að þau væru al­gjör­lega and­víg hjálma­skyldu. Árni seg­ir að sam­tök­in hafi skilað inn þrem­ur um­sögn­um um málið, tveim­ur til ráðuneyt­is­ins og einnig til sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is. Sam­tök­inu eru með þau fjórðu í smíðum núna. Ráðuneytið hafi ekki hlustað á rök LHM hingað til og því sé ákvæðið enn inni í frum­varp­inu.

Hjálma­skylda dreg­ur oft­ar en ekki úr hjól­reiðum

Árni seg­ir að þar sem hjálma­skylda hafi verið inn­leidd hafi hún oft­ar en ekki leitt til minni hjól­reiða. Fækki hjól­reiðamönn­um dragi úr ör­yggi hjól­reiðamanna. „Öryggi hjól­reiðamanna og gang­andi veg­far­enda er best tryggt ef marg­ir ganga eða hjóla,“ seg­ir hann. Stór hluti af skýr­ing­unni sé að öku­menn bú­ist þá frek­ar við hjól­reiðamönn­um og gang­andi veg­far­end­um. Fækk­un hjól­reiðamanna leiði einnig til verri lýðheilsu.

Árni bend­ir á að þótt hjálm­ar geti vissu­lega varið hjól­reiðamenn gegn höfuðáverk­um þá eigi hið sama í raun við um gang­andi veg­far­end­ur. Með öðrum orðum þá væru jafn sterk rök fyr­ir hjálma­skyldu gang­andi eins og hjólandi. „Hjól­reiðamönn­um er ekki hætt­ara við höfuðmeiðslum en öðrum veg­far­end­um og slysa­töl­ur benda ekki til þess að hjól­reiðamenn séu í meiri hættu en gang­andi, raun­ar þver­öfugt,“ seg­ir hann. Frá og með ár­inu 1998 hafi 275 veg­far­and­ur lát­ist í slys­um á Íslandi, þar á meðal tæp­lega 30 gang­andi veg­far­end­ur. Eng­inn hjól­reiðamaður hafi lát­ist í slysi á sama tíma­bili.

Lög­regl­an vill hjálma­skyldu að viðlögðum sekt­um

Fjöl­marg­ir aðilar hafa skilað inn um­sögn um frum­varpið á fyrri stig­um.

Ekk­ert er fjallað um hjálm­a­notk­un eða hjálma­skyldu í um­sögn­um Land­lækn­is, Fé­lags ís­lenskra end­ur­hæf­inga­lækna eða í um­sögn Tauga­lækna­fé­lags Íslands.

Í um­sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu er lagt til að öll­um þeim sem eru á reiðhjóli, sama á hvaða aldri, verði gert skylt að nota hlífðar­hjálm og að sekt­ir liggi við ef út af er brugðið. Ekk­ert er fjallað um mögu­lega sektar­fjár­hæð og í frum­varp­inu er ekki gert ráð fyr­ir sekt­ar­heim­ild.

Lög­regl­an bend­ir á að al­menn hjóla­notk­un hafi auk­ist, m.a. með til­komu hjól­reiðastíga. Með auk­inni um­ferð auk­ist lík­ur á óhöpp­um. „Þá hafa hjól­reiðamenn heim­ild til að hjóla í al­mennri um­ferð og ætti það sama því að gilda um um þá og bif­hjóla­menn varðandi hjálm­a­notk­un,“ seg­ir í um­sögn lög­reglu. Þá er bent á að notk­un full­orðinna á reiðhjóla­hjálm­um get­ur virkað sem hvatn­ing til banra um að nota hjálma einnig. „Af slíkri hvatn­ingu veit­ir ekki. Erfitt er að sjá rök fyr­ir því að böörn noti reiðhjóla­hjálm en full­orðnir ekki,“ seg­ir í um­sögn lög­regl­unn­ar. Hjálma­skylda er fyr­ir börn 15 ára og yngri.

75% bana­slysa vegna höfuðáverka

Rann­sókn­ar­nefnd um­ferðarslysa seg­ir í sinni um­sögn að rann­sókn­ir hafi sýnt að 75% bana­slysa hjól­reiðafólks verði vegna höfuðáverka og vísa til skýrslu Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar (WHO). Til mik­ils sé að vinna að koma í veg fyr­ir þessa skaðlegu áverka. Rann­sókn­ir sem gerðar hafa verið á varn­aráhrif­um hjól­reiðhjálma/​hlífðar­hjálma sýni að þeir dragi úr lík­um á al­var­leg­um höfuð- og heila­á­verk­um um 69-79%. „Varn­aráhfrif hjálma eru þau sömu fyr­ir alla ald­urs­hópa. Að mati RNU ætti að skylda allt hjól­reiðafólk til að nota hlífðar­hjálma,“ seg­ir í um­sögn nefnd­ar­inn­ar. 

Alls ekki á móti hjálm­a­notk­un

Árni tek­ur fram að hann sé alls ekki á móti hjálm­a­notk­un. Sjálfsagt sé að hvetja til hjálm­a­notk­un­ar, veita upp­lýs­ing­ar um hjálm­a­notk­un og ann­an ör­ygg­is­búnað. Slíkt verði þó að byggja á þekk­ingu og hóf­semd.  Hjól­reiðar séu síst hættu­legri iðja en að ganga eða aka. Hverj­um og ein­um hjól­reiðamanni sé vel treyst­andi til að haga sér með ábyrg­um hætti og hafa vit fyr­ir sér og sín­um. Með því að setja á hjálma­skyldu sé með viss­um hætti verið að færa ábyrgðina frá öku­mönn­um yfir á hjól­reiðamenn. Auðvelt sé að sanna að hjól­reiðamaður hafi ekki verið með hjálm en erfiðara að sanna að ökumaður sem ekur á hjól­reiðamann hafi t.d. verið að kveikja sér í sígrettu, tala í sím­ann, horfa eitt­hvað annað eða ekið óvar­lega. Þá hafi áróður fyr­ir hjálm­a­notk­un um of byggst á hræðslu­áróðri, þótt það hafi reydn­ar færst til betri veg­ar í seinni tíð, m.a. vegna ábend­inga frá LHM.

Ham­ingju­sam­ir hjól­reiðamenn í Hollandi

Árni bend­ir sömu­leiðis á að Sam­tök evr­ópskra hjól­reiðamanna legg­ist gegn hjálma­skyldu og það geri einnig hol­lensk yf­ir­völd. Í Hollandi séu hjól­reiðar mest­ar í Evr­ópu, hjálm­a­notk­un minnst og slysatíðni hjól­reiðamanna með því minnsta sem þekk­ist. Norska vega­gerðin hafi sömu­leiðis lagst gegn hjálma­skyldu á börn í Nor­egi.

Hér má sjá mynd­band af hjól­reiðum í Hollandi en af mynd­band­inu að dæma eru all­ir hjól­reiðamenn þar með ein­dæm­um ham­ingju­sam­ir.



Þennan ætti að sekta, skv. umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um …
Þenn­an ætti að sekta, skv. um­sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu um frum­varp til um­ferðarlaga, enda er hann hjálm­laus. mbl.is/​Val­dís Þórðardótt­ir
Hjólreiðar eru heilsubætandi og stórskemmtileg hreyfing. Hún er ekki hættuleg, …
Hjól­reiðar eru heilsu­bæt­andi og stór­skemmti­leg hreyf­ing. Hún er ekki hættu­leg, benda LHM á í sín­um um­sögn­um. mbl.is/​Heiðar Kristjáns­son
Árni Davíðsson formaður Landsambands hjólreiðamanna
Árni Davíðsson formaður Land­sam­bands hjól­reiðamanna mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, hefur hvatt mjög til hjólreiða. En …
Gísli Marteinn Bald­urs­son, borg­ar­full­trúi, hef­ur hvatt mjög til hjól­reiða. En hvar er hjálm­ur­inn? mbl.is/​Val­dís Þórðardótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert