Íslendingar hafa varðveitt sitt fræga stolt

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, leiðtogar íslensku ríkisstjórnarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, leiðtogar íslensku ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Árni Sæberg.

Olle Zachri­son, dálka­höf­und­ur Svenska Dag­bla­det í Svíþjóð, sem tals­vert hef­ur fjallað um ís­lensk mál­efni, seg­ir í dag að ís­lenska rík­is­stjórn­in eigi að segja af sér og boða til kosn­inga í kjöl­far niður­stöðu Ices­a­ve-at­kvæðagreiðslunn­ar um helg­ina. 

Zachri­son seg­ir, að af­leiðing­ar þess að Íslend­ing­ar höfnuðu Ices­a­ve-lög­un­um gætu orðið ýms­ar. Þannig kunni láns­hæf­is­mat lands­ins að lækka og aðild­ar­viðræður lands­ins við Evr­ópu­sam­band­inu að kom­ast í upp­nám.

En það eigi að virða vilja þjóðar­inn­ar og það ætti að þýða, að rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, segi af sér og boði til kosn­inga því ljóst sé að rík­is­stjórn­in gangi ekki í takti með þjóðinni.  

Zachri­son gagn­rýndi Ólaf Ragn­ar Gríms­son, for­seta Íslands, harðlega fyrr á þessu ári fyr­ir að synja Ices­a­ve-lög­un­um staðfest­ing­ar og seg­ir nú, að best hefði verið að málið hefði ekki verið sett í þjóðar­at­kvæðagreiðslu í ljósi þess að Ices­a­ve-samn­ing­ur­inn hafi verið hag­stæður.

„Það hefði verið auðveld­asta valið að segja já. Nú verður ganga Íslend­ing­anna erfiðari og ein­mana­legri en þeir hafa þó að minnsta kosti varðveitt sitt fræga stolt," seg­ir Zachri­son.

Grein Zachri­sons

Sænsk gagn­rýni á for­set­ann

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert