Ömurleg frammistaða Moody's

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sagði við sjón­varp Bloom­berg frétta­stof­unn­ar, að hann hefði ekki sér­leg­ar áhyggj­ur af yf­ir­lýs­ing­um mats­fyr­ir­tæk­is­ins Moo­dy's um að láns­hæfis­ein­kunn ís­lenska rík­is­ins kunni að lækka niður í rusl­flokk ef Íslend­ing­ar höfnuðu Ices­a­ve-lög­un­um í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

„Frammistaða Moo­dy's  við að meta láns­hæfi Íslands er öm­ur­leg því þegar ís­lensku bank­arn­ir áttu í erfiðleik­um gaf Moo­dy's þeim AAA ein­kunn," sagði Ólaf­ur Ragn­ar. „Ég held að Moo­dy's ætti frek­ar að taka til­lit til þess, að er­lend stór­fyr­ir­tæki á borð við Rio Tinto og Alcoa vilji fjár­festa á Íslandi. Raun­ar hef­ur Rio Tinto ný­lega til­kynnt, að fyr­ir­tækið ætli að fjár­festa 5 millj­arða dala í end­ur­nýj­un á ál­veri á Íslandi og fjár­fest­ar frá Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um urðu í síðustu viku stór­ir hlut­haf­ar í stærsta skipa­fé­lag­inu á Íslandi og ís­lensk­um banka. Alþjóðleg­ir fjár­fest­ar og fyr­ir­tæki eru því að fjár­festa á Íslandi og Moo­dy's ætti að taka til­lit til þess," sagði Ólaf­ur Ragn­ar. 

Már Guðmunds­son, seðlabanka­stjóri, sagði við frétta­menn við Stjórn­ar­ráðið í dag, að unnið sé að því inn­an Seðlabank­ans að er­lend mats­fyr­ir­tæki lækki ekki láns­hæfis­ein­kunn Íslands í kjöl­far niður­stöðu Ices­a­ve-kosn­ing­anna.

Sagði Már í frétt­um Bylgj­unn­ar að bank­inn væri í stöðugu sam­bandið við mats­fyr­ir­tæk­in, þó ekki hafi verið um að ræða form­lega fundi. Vænta mætti frek­ari frétta af viðbrögðum mats­fyr­ir­tækja síðar í dag eða á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert