Bretar fá peningana aftur

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég tel að meg­in­skila­boðin séu þau, að áður en venju­legt fólk er beðið um að borga fyr­ir fallna banka séu eign­ir þrota­bús­ins notaðar til greiðslu,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, í viðtali við BBC.

Ólaf­ur seg­ir málið ekki snú­ast um það hvort borga eigi eða ekki. Spurn­ing­in sé sú hvort rík­is­ábyrgð sé fyr­ir hendi og hvernig hið evr­ópska reglu­verk beri að túlka.

„Þess vegna leggja Íslend­ing­ar áherslu á það að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar munu að lík­ind­um fá allt að 9 millj­örðum punda út úr þrota­búi Lands­bank­ans,“ sagði Ólaf­ur. „Fyrsta greiðslan verður innt af hendi í des­em­ber, og mun að lík­ind­um nægja fyr­ir því sem Bret­ar og Hol­lend­ing­ar lögðu út fyr­ir tveim­ur árum síðan.“

„En að fara fram á rík­is­ábyrgð og að venju­legt fólk axli ábyrgðina er í ákaf­lega vafa­samt og hæg­lega hægt að and­mæla því fyr­ir dóm­stól­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert