Hæsta greiðsla í sögu Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Árni Sæberg

Bret­ar og Hol­lend­ing­ar fá á næstu mánuðum 7-9 millj­arða banda­ríkja­dala úr þrota­búi Lands­bank­ans. Það er hæsta greiðsla sem um get­ur í sögu Íslands. Þetta kom fram í fyrlr­lestri Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands á ársþingi stjórn­un­ar­stofn­un­ar í dönsku at­vinnu­lífi. 

Um 700 stjórn­end­ur í dönsk­um fyr­ir­tækj­um og sendi­herr­ar er­lendra ríkja sækja ársþingið sem haldið er í Kaup­manna­höfn. For­set­inn sagði einnig að auðlind­ir Íslands, fiski­stofn­ar, hrein orka, forðabúr vatns og nátt­úru­feg­urð séu öfl­ug­ur grund­völl­ur und­ir hagþróun kom­andi ára.

For­set­inn fjallaði um lær­dóm­ana sem draga má af reynslu síðustu ára, bæði með til­liti til banka­hruns­ins á Íslandi og í alþjóðlegu sam­hengi. Hann gerði grein fyr­ir því hvernig ís­lenskt at­vinnu­líf er að sækja í sig veðriðö hraðar og á ár­ang­urs­rík­ari hátt en bú­ist var við þegar bank­arn­ir hrundu.

Ólaf­ur Ragn­ar nefndi dæmi um burðarfyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu, sjáv­ar­út­vegi, lyfja­fram­leiðslu, stoðtækj­um, upp­lýs­inga­tækn­in, hönn­un og fleiri grein­um sem væru að ná afar góðum ár­angri.

Þá sagði hann at­hygl­is­vert að er­lend stór­fyr­ir­tæki eins og Rio Tinto, Alcoa og Cent­ury Alum­ini­um vildu öll auka fjár­fest­ing­ar sín­ar á Ísland. Í því fæl­ist mik­il trausts­yf­ir­lýs­ing.

Ræða for­seta Íslands á ársþingi Fé­lags danskra stjórn­enda

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert