Loksins, loksins

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

„Loks­ins, loks­ins mann­ar stjórn­ar­andstaðan sig upp í að leggja fram van­traust á rík­is­stjórn­ina," sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, á Alþingi í dag.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, boðaði á Alþingi í dag að hann myndi leggja fram van­traust­stil­lögu á rík­is­stjórn­ina.  Til­lag­an var síðan lögð fram skömmu síðar.

Jó­hanna sagði það gott hjá stjórn­ar­and­stöðunni að leggja fram slíka til­lögu því hún væri með því að leggja sitt af mörk­um til að þjappa stjórn­ar­liðinu sam­an. Sagðist Jó­hanna mæl­ast til þess, að til­lag­an yrði tek­in á dag­skrá þings­ins eins fljótt og auðið væri.

Hún sagði jafn­framt, að með því að krefjast nýrra kosn­inga væri formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins að kalla eft­ir póli­tískri upp­lausn í land­inu á erfiðum tím­um. Framund­an væru erfiðar viðræður í kjara­samn­ing­um og það skipti miklu fyr­ir upp­bygg­ingu at­vinnu­lífs­ins og efna­hagsþróun á næstu árum hvernig þeim viðræðum lyktaði.

Þá spurði Jó­hanna hvort formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins nyti trausts í eig­in flokki. Ekki hefði virst, að marg­ir sjálf­stæðis­menn hafi fylgt hon­um í þeirri af­stöðu, sem hann tók í Ices­a­ve-mál­inu og hefði veri maður að meiri að taka.

Van­traust­stil­laga sjálf­stæðismanna

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert