Óttast fordæmi Íslands

mbl.is/Ómar

Emb­ætt­is­menn í Brus­sel hafa áhyggj­ur af því að út­koma þjóðar­at­kvæðagreiðsln­anna tveggja í Ices­a­ve-deil­unni skapi það sem þeir telja slæmt for­dæmi í Evr­ópu. Er þá horft til bar­áttu al­menn­ings á Írlandi, í Portúgal og Grikklandi gegn því að lífs­kjör verði rýrð vegna skuldakreppu ríkj­anna.

Þetta full­yrðir Leigh Phillips, blaðamaður hjá EU Obser­ver í Brus­sel, en hann ræðir reglu­lega við emb­ætt­is­menn hjá Evr­ópu­sam­band­inu um aðild­ar­um­sókn Íslands.

Haft var eft­ir ráðgjafa for­sæt­is­ráðherra Hol­lands í Ices­a­ve-deil­unni í Morg­un­blaðinu í gær að hol­lenska stjórn­in myndi ekki samþykkja ESB-aðild Íslands nema orðið yrði við Ices­a­ve-kröf­un­um. Tony van Dijck, talsmaður Frels­is­flokks­ins í Hollandi, tek­ur und­ir þetta og seg­ir að hol­lenska stjórn­in eigi að beita áhrif­um sín­um inn­an Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og ESB til að þrýsta á greiðslur frá Íslandi. Líkti hann Íslandi við „reytt­an kjúk­ling“.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert