Meirihluti vill draga ESB-umsóknina til baka

AP

Meiri­hluti lands­manna vill draga um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu til baka sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar sem Capacent gerði fyr­ir Heims­sýn, hreyf­ingu sjálf­stæðissinna í Evr­ópu­mál­um.

Sam­tals eru 51% hlynnt því að um­sókn­in, sem send var í júlí árið 2009, verði dreg­in til baka á meðan 38,5% eru því and­víg. 10,5% tóku ekki af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Spurt var: „Hversu hlynnt(ur) eða and­víg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka um­sókn sína um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu?“ Könn­un­in var gerð dag­ana 16. til 23. júní og var fjöldi svar­enda 820.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert