Verður að lenda Icesave

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson. mbl.is/Ómar

„Þetta er alltaf svona ein­hvern veg­inn svíf­andi yfir vötn­un­um. Þótt það sé enda­laust sagt að þetta séu óskyld mál, aðgreind mál, ESB-um­sókn­in og þetta.“

Þetta seg­ir Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, í Morg­un­blaðinu í dag, spurður um tengsl­in á milli um­sókn­ar ís­lenskra stjórn­valda um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og Ices­a­ve-deil­unn­ar.

Tekið er fram í nýrri stöðuskýrslu Evr­ópu­sam­bands­ins um um­sókn Íslands sem kom út fyr­ir helgi að Ices­a­ve-deil­an sé enn óleyst og ljóst að litið er svo á í Brus­sel að ein for­senda þess að af inn­göngu lands­ins í sam­bandið geti orðið sé að fund­in verði ásætt­an­leg lend­ing í deil­unni.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að ít­rekað hafi komið fram í máli ráðamanna Evr­ópu­sam­bands­ins, síðan um­sókn­in um inn­göngu í það var send inn sum­arið 2009, að um óskyld mál væri að ræða og sama hafa for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar sagt af ýmsu til­efni. Hins veg­ar hef­ur hvað eft­ir annað komið fram í skýrsl­um sam­bands­ins um um­sókn Íslands að lend­ing í Ices­a­ve-deil­unni sé nauðsyn­leg til þess að Íslandi verði veitt inn­ganga í það.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert