„Glerbrotum rigndi yfir leiksvæði“

„Við sáum þetta út um eld­hús­glugg­ann, það var eins og sterk­ur jarðskjálfti hefði riðið yfir, hér hrist­ist allt og skalf,“ seg­ir íbúi í Of­an­leiti í Reykja­vík, í ná­grenni fjöl­býl­is­húss þar sem spreng­ing varð í íbúð um ell­efu­leytið í morg­un.

„Gler­brot­un­um rigndi yfir barna­leiksvæði sem er fyr­ir fram­an stofu­glugg­ann á íbúðinni en sem bet­ur fer voru eng­in börn þar. Bíla­planið er þakið gler­brot­um, þau hafa lík­lega þeyst 40-50 metra.“

Að sögn sjón­ar­votta eru gler­brot á víð og dreif í ná­grenni húss­ins.

Frétt mbl.is: Einn slasaður eft­ir spreng­ingu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert