Tilraun til að stoppa hraunspýjurnar

Varnargarðurinn L1 við Svartsengi í dag.
Varnargarðurinn L1 við Svartsengi í dag. mbl.is/Eyþór

„Þetta fór þannig að við misstum af þessu spýjum sem komu yfir og við náðum ekki að taka á því héðan frá þannig nú ætlum við að fara upp á garðinn og vinna okkur - með fyllingu -  ofan á toppinn,“ segir Steindór Óli Ólason, verkstjóri hjá Ístak, sem var mættur upp að varnargarði við Svartsengi í dag.

Starfsmenn Ístak voru þar mættir við vinnu á varnargarðinum þar sem tvær hraunspýjur höfðu náð yfir og var þar mikil samvinna við að halda þeim í skefjum.

Segir Steindór að ekki sé áformað að byggja nýjan varnargarð heldur sé um að ræða stækkun á varnargarðinum sem ber nafnið L1.

„Það allavega er tilraunin til að stoppa að hraunspýjurnar séu að koma alveg hérna yfir.“

Mikið að gera hjá Ístak

Mikil vinna hefur farið í varnargarða og umfang þeirra síðan gosið á Suðurnesjum hófst og segir Steindór að vissulega fylgi því álag.

„Við erum búnir að vera hérna Ístaksmenn síðan 10. nóvember þegar lætin byrjuðu og menn eru alveg búnir að fá að finna fyrir því hérna,“ segir Steindór áður en hann bætir við: „En þetta er náttúrulega vinna og allir eru glaðir að hafa vinnu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert