Tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í banka

Maðurinn játaði stuld að andvirði 2.216.979 króna.
Maðurinn játaði stuld að andvirði 2.216.979 króna. Samsett mynd

Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi í gær Dag Hjartarson fyrir líkamsáras, vopnað rán og ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna auk fjölda annara brota. Hann hlaut tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en samverkamaður hans hlaut 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sinn þátt í brotunum. Dagur er tuttugu og eins árs gamall og á sér langan brotaferil að baki. 

Í fyrsta lið ákærunnar var Degi gefið að sök að hafa farið inn í Nettó í Lágmúla, þann 25. júní 2022, og barið starfsmann verslunarinnar með hnúajárni með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á gagnauga. Hann á svo að hafa haft 35.500 kr. á brott úr afgreiðslukassa verslunarinnar. 

Dagur á síðan að hafa ekið á réttindalaus, undir áhrifum MDMA og amfetamíns á móti umferð á Bústaðarvegi og virt stöðvunarmerki lögreglunnar að vettugi. För hans var að lokum stöðvuð þegar lögreglubíl var ekið í veg fyrir hann. 

Langur brotaferill að baki

Degi var, ásamt samverkamanni sínum, Baldri Elmari Haukssyni, einnig gefið að sök að hafa setið um fyrir einstaklingum í anddyri Landsbankans í Hamraborg og Arion Banka við Smáratorg með stuttu millibili í febrúar og mars 2023. Í báðum tilfellum veittist maðurinn fyrst að brotaþolum með ofbeldi og stal svo samtals um 40.000 krónum af þeim, en annar þeirra hlaut alvarlega áverka á gagnauga.

Frá árinu 2022 á hann einnig að orðið uppvís að margvíslegum þjófnaði og á hann að hafa stolið fyrir um 2.216.979 krónur. Önnur brot sem hann var sakaður um voru akstur án gildra ökuskíréttinda og varsla ýmissa fíkniefna.  

Við dómsuppkvaðningu játaði Dagur öll brot sín. Sem fyrr segir hlaut hann tveggja ára óskilorðsbundin dóm, en einnig ævilanga ökuleyfissviptingu og var honum þar að auki gert að greiða 1.977.593 í annan sakarkostnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert