Bjartsýn á þinglok fyrir miðnætti

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

Síðustu umræður eru nú hafnar á Alþingi og ráðgert er að þingi ljúki í kvöld.

„Það er kominn mikill almennur og einhuga vilji hér í húsi um að ná að klára þetta þannig að fólk er almennt knappara í máli sínu en oft er í þessu ágæta húsi,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 

Búið að fara í gegnum ótrúlegan fjölda mála 

Hildur kveðst eiga von á að umræðurnar gangi hratt fyrir sig en að þeim loknum fara fram lokaatkvæðagreiðslur. 

„Ég hef trú á því að við klárum hér fyrir miðnætti.“ 

Spurð um gang mála í dag svarar Hildur því til að búið sé að fara í gegnum ótrúlegan fjölda mála. 

„Eins og oft er við þinglok þá eru dagar eða vikur sem fara í samningaviðræður en svo þegar það er komin lending í það, á milli allra flokkanna á Alþingi, þá ganga hlutirnir hratt fyrir sig. Við erum í þeim fasa núna og hefur bara gengið mjög vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert