Engar kröfur um menntun eða hæfni

Slökkvilið borgarinnar er kallað út fjórum sinnum á ári, að …
Slökkvilið borgarinnar er kallað út fjórum sinnum á ári, að meðaltali, vegna íkveikju frá þakpappalögn mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út 40 sinnum á síðustu tíu árum vegna bruna af völdum þakpappavinnu. Engar kröfur eru gerðar um menntun eða hæfni þeirra sem starfa við þakpappalögn.

Spurningar vakna um hvernig öryggis- og hæfniskröfum sé mætt vegna vinnu iðnaðarmanna við lagningu og bræðslu tjörupappa, eftir að gríðarlegt tjón varð vegna eldsvoðans í Kringlunni um síðustu helgi.

Regína Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri brunavarnarsviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, segir rannsóknarskyldu hvíla á stofnuninni þegar stórfellt eignatjón verður eins og í Kringlunni.

„Hér þarf að bæta úr“

„Í dag eru engar kröfur í regluverkinu um menntun eða hæfni þeirra sem starfa við þakpappalögn og þetta eru göt sem þarf að stoppa upp í. Annars staðar á Norðurlöndunum þurfa aðilar að hafa ákveðin réttindi eða viðurkenningu eftir að hafa sótt námskeið. Hér þarf að bæta úr, með því að halda námskeið og tryggja með regluverki að þeir sem sinna þessum verkum séu hæfir til þess,“ segir Regína.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert