Fjallkonunni dreift í 28.500 eintökum

Bókinni var meðal annars dreift í anddyri Árbæjarlaugar.
Bókinni var meðal annars dreift í anddyri Árbæjarlaugar. mbl.is/Baldur

Sighvatur Arnmundsson upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir 30 þúsund eintök hafa verið prentuð af bókinni Fjallkonan: Þú ert móðir vor kær. Dreifing bókarinnar hafi hafist 10. júní sl.

„Búið er að dreifa um 28.500 eintökum. Afgangurinn er á lager hjá Forlaginu en hægt er að panta þaðan að kostnaðarlausu. Bókinni er dreift frá Forlaginu og eru móttökustaðir í sveitarfélögum um land allt (aðallega sundlaugar og bókasöfn ásamt menningarstofnunum). Alls eru þetta 109 staðir, þar af 85 á landsbyggðinni. Þá hefur bókinni verið dreift í 10 sendiráð erlendis. Ekki er vitanlega til sambærilegt dæmi um gjafabók sem dreift er með þessum hætti. Stefnt er að því að dreifingu ljúki innan tveggja vikna,“ sagði Sighvatur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert