Fjórir áhugasamir um að koma upp kláf í Esjunni

Framkvæmdasýslunni hefur borist fjögur skrifleg svör við markaðskönnun þeirra en þá óskuðu þau eftir markaðsaðilum til samtals um mögulega aðkomu einkaaðila að lagningu kláfs upp Esjuhlíðar, en vænta má greinargerð um innkomnar tillögur í næstu viku.

Hugmyndin um kláf við Esjuna var talsvert í umræðunni árin 2014-2016, þegar Esjuferja ehf. sótt um lóð undir kláf. Ekkert varð þó af þeim hugmyndum og lögðust íbúasamtök gegn hugmyndinni. Málið komst hins vegar á dagskrá á ný árið 2022 og var svo fyrr á þessu ári auglýst eftir mögulegri aðkomu einkaaðila að slíkri uppbyggingu.

„Um er að ræða land í eigu ríkisins og fer nú fram forathugun þar sem þarfir svæðisins eru greindar og valkostir metnir, í samræmi við lög nr. 100/2021 um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni,“ stóð í auglýsingu sýslunnar.

Þar stóð einnig að með markaðskönnuninni leitaðist Framkvæmdasýslan „eftir að afla upplýsinga um áhuga og skoðanir markaðsaðila á mögulegri framkvæmd og útboði sérleyfis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert