Opna Emstruleið og hluta Fjallabaks syðra

Hálendiskort nr. 7 er komið út.
Hálendiskort nr. 7 er komið út. Ljósmynd/Vegagerðin

Vegagerðin hefur opnað fyrir umferð um nokkrar hálendisleiðir til viðbótar þeim sem þegar höfðu opnað. Þar á meðal hefur verið opnað fyrir umferð um Emstruleið (F261) og Fjallabaksleið syðri milli Snæbýlis og Emstruleiðar (F210).

Þetta kemur fram í nýju hálendiskorti Vegagerðarinnar. 

Þá hefur einnig verið opnað fyrir umferð um Öldufellsleið (F232) og Vesturheiðarvegar milli Mælifellsdalvegs og Kjalvegar (F734).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert