Áhyggjuefni að fólk fái ekki aðgang að lyfinu

Lyfið Ozempic er nú af skornum skammti víða um heim.
Lyfið Ozempic er nú af skornum skammti víða um heim. AFP/Joel Saget

„Auðvitað mun þetta hafa jákvæð áhrif, hvað varðar lyfjaskortinn,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Morgunblaðið, spurð hvaða áhrif það gæti haft á framboðið á þyngdarstjórnunarlyfinu Ozempic að Lyfjaver ákvað fyrr í vikunni að bregðast við skorti á lyfinu og hefja innflutning.

Lyfjaver hefur haft markaðsleyfi fyrir Ozempic í rúm tvö ár, en fyrstu þóttu ekki hagstæðar markaðsaðstæður til innflutnings. En með stærri pakkningum af lyfinu, sem innihalda þrjá áfyllta lyfjapenna, sem er þriggja mánaða skammtur af lyfinu, opnast tækifæri til innflutnings, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Við vonumst til að geta lagt hönd á plóg við að bæta aðgengi að lyfinu,“ er haft eftir Hákoni Steinssyni, framkvæmdastjóra Lyfjavers.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert