Tekur tilkynningu Veðurstofunnar með fyrirvara

Þorvaldur Þórðarsson tekur tilkynningu Veðurstofu Íslands um aukið landris við …
Þorvaldur Þórðarsson tekur tilkynningu Veðurstofu Íslands um aukið landris við Sundhnúkagíga með fyrirvara mbl.is/Samsett mynd

Þorvaldur Þórðarson eldjallafræðingur tekur tilkynningu Veðurstofu Íslands um aukið landris við Sundhnúkagíga með fyrirvara. Hann telur ekki að gjósa muni í bráð á svæðinu. 

„Landris í Svartsengi hófst um það bil fjórum dögum eftir að síðasta eldgos hófst, en það hefur verið nokkuð hægt fram til þessa,“ segir Þorvaldur í samtali við mbl.is.

„Ég sé hinsvegar enga aukningu í landrisi út frá þeim gögnum sem ég hef undir höndum og get ekki séð að landrisið sé á sama hraða og það var í aðdraganda fyrri eldgosa. Því tek ég þessu öllu með fyrirvara,“ segir Þorvaldur enn fremur.

„Við vitum ekkert hvernig pípurnar eru þarna niðri“

Hann segist þó ekki vera fullyrða með þessu að túlkun Veðurstofunnar sé röng, en bendir á að aðrir þættir spili einnig inn í varðandi það hvort fari að gjósa á næstunni. Til að mynda komi nýtt gos í Svartsengi aðeins til greina, ef grynnra kvikuhólfið þar undir fyllist að þolmörkum, en Þorvaldur segir ólíklegt að það gerist í bráð. 

„Við vitum ekkert hvernig pípurnar eru þarna niðri. Ef við horfum á stærri myndina þá hefur dregist jafnt og þétt úr flæði úr dýpra kvikuhólfinu í hið grynnra. Samdráttur á kvikustreymi í grynnra kvikuhólfið er hraðari en aukning á landrisinu í Svartsengi. Miðað við það er alveg eins líklegt að það hætti að gjósa þarna,“ segir Þorvaldur og bætir við:

„Það þýðir að öll eldsumbrot á Sundhnúkareyninni hætta Þetta ein hugsanleg túlkun útfrá þeim gögnum sem hef, en túlkin endurspeglar bara gæði gagnanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert