Tröllasúrukeppni í Krúttinu trekkti að

Tröllasúran trekkti að áhugasama sælkera.
Tröllasúran trekkti að áhugasama sælkera. Ljósmynd/aðsend

Rabarbarasíróp, rabarbarapæ og rabarbarasulta með hummus voru vinningsréttirnir í uppskriftarkeppni Rabarbarahátíðarinnar á Blönduósi.

Rabarbarahátíðin var í dag haldin í fyrsta sinn en svo sannarlega ekki það síðasta að sögn Elfu Þallar Grétarsdóttur, skipuleggjanda hátíðarinnar. Rabarbari, eða tröllasúra, var nýttur í hinar ýmsu uppskriftir í uppskriftarkeppninni. 

15 sendu inn sína rabarbararétti og var keppt í þremur flokkum. Rabarbararéttir framreiddir í krukku, á diski og svo var flokkur sem var einfaldlega kallaður „annað“.

Krukkuflokkurinn

Sigurvegarinn í krukkuflokknum var Angela Berthold sem bauð upp á rabarbarasultu með hummus.

Elísabet Jónsdóttir bar sigur úr bítum í diskaflokknum en hún bauð upp á gómsæta Rabarbarapæ.

Margrét Einarsdóttir vann svo flokkinn „annað“ með dásamlegu rabarbarasírópi.

Hjóluðu í kringum Svínavatn

Þá voru aðrir réttir í keppninni eins og sultur, lummur og chutney. 

Hátíðin fór að miklu leyti fram í Krútt­inu, gömlu brauðgerðinni í bæn­um en húsið var gert upp fyr­ir allskyns viðburðahald.

Í morgun var svokölluð hjólagleði þar sem fulltrúar frá Erninum buðu upp á hjólastillingar og fólk hjólaði svo saman í kringum Svínavatn.

Rabarbarasýróp sér maður ekki á hverjum degi.
Rabarbarasýróp sér maður ekki á hverjum degi. Ljósmynd/aðsend
Rabarbarabakan leit vel út.
Rabarbarabakan leit vel út. Ljósmynd/aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert