3,4 stiga skjálfti í Bárðarbungu

Tvær skjálftar mældust í morgun.
Tvær skjálftar mældust í morgun. mbl.is/Rax

Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í norðanverðri Bárðarbunguöskju klukkan 11.18 í dag. Þá mældist annar skjálfti að stærð 1,2 klukkan 11.37.

Í samtali við mbl.is segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, að virknin sé ekki óeðlileg.

„Þetta er dottið niður núna og er bara mjög hefðbundin virkni.“

Hún segir að frá áramótum hafi 14 skjálftar, 3 að stærð eða stærri, mælst á svæðinu.

„Frá áramótum hafa 14 skjálftar, 3 að stærð eða stærri, orðið á þessum slóðum, sá stærsti 5,4 þann 21. apríl sl. Er hann stærsti skjálftinn frá goslokum í febrúar 2015.“
12:24: Fréttin hefur verið uppfærð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert